Callidus ehf. er umboðsaðili Smarter Surfaces á Íslandi.

Smarter Surfaces var stofnað árið 2009 af Ronan Clarke. Ronan sá tækifæri í tússtöflum sem hægt væri að mála á veggi eftir að viðskiptavinur bað hann um að setja upp töflur í heilt herbergi. Hefðbundnar tússtöflur eins og við þekkjum þær eru kostnaðarsamar, óhagkvæmar í flutningi og bjóða upp á takmarkaða möguleika í uppsetningu.

Ronan fékk með sér í lið færustu efnafræðinga Írlands og tveimur árum síðar kom fyrsta varan á markað, Smart Wall Paint. Síðan þá hefur fyrirtækið verið í örum vexti og árið 2017 eru vörur fyrirtækisins komnar í sölu í 27 löndum í þremur heimsálfum.

Smart Wall Paint hefur unnið margra verðlauna, þar á meðal FM Office Product of the Year árið 2014.

Smarter Surfaces er leiðandi í vörum er snúa að töflumálningu. Öflugt þróunarteymi fyrirtækisins sér til þess að vörur okkar séu þær bestu í heiminum. 

Callidus ehf. var stofnað árið 2016 af Frey Ómarssyni og Sigrúnu Ástu Einarsdóttur. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu á vörum frá Smarter Surfaces.
Ertu með spurningu?
Sendu okkur línu, við svörum eins fljótt og auðið er.