Algengar spurningar og svör um vörulínu Smarter Surfaces

Smart wall paint white

Hvernig set ég málninguna á?

Til að ganga úr skugga um að þú fáir sem mest úr vörunni, hafið eftirfarandi í huga:

  • Passið að yfirborðið sé eins slétt og hægt er að hafa það. Notið grunninn (Smart Primer / Sealer) sem fyrstu umferð (Grunnurinn sléttir flötinn enn frekar og tryggir að Smart Wall Paint helst á yfirborðinu)
  • Notið tvær málningarúllur. Eina fyrir grunninn og aðra fyrir Smart Wall Paint. Þetta er gert til að tryggja að ekkert vatn blandist við Smart Wall Paint. Við mælum með að nota rúlluna sem fylgir með fyrir Smart Wall Paint. Fyrir grunninn má nota hefðbundna málningarúllu.
  • Passið að teygja ekki úr málningunni. Passa að flöturinn sé ekki stærri en það sem stendur á dósinni. Ef teygt er úr málningunni dregur það úr virkni töflunnar.
  • Með Smart Wall Paint er nóg að fara eina umferð. Við mælum eindregið með farið er þó að lágmarki 10 sinnum yfir flötinn í þeirri umferð.

Ef passað er vel upp á þessi atriði, verður 10 ára framleiðsluábyrgð okkar virk.

Leiðbeiningar á ensku má finna hér.

Hvernig er best að nota töfluna?

Það er mjög einfalt! Notið Smart Wall Paint eins og hefðbundna tússtöflu. Skrifið og strokið út.

Allir staðlaðir aukahlutir fyrir tússtöflur virka líka fyrir Smart Wall Paint.

Hægt er að skoða notkunarleiðbeiningar á ensku hér.

Hversu lengi endist málningin eftir uppsetningu?

Smart Wall Paint er með framleiðsluábyrgð upp á 10 ár.

Hvað geri ég þegar ég vil taka töfluna niður?

Ef þú vilt taka töfluna niður eða mála yfir hana, þá er best að pússa niður svæðið, setja Smart Wall grunn yfir eða góðan vatnsblandaðan grunn og mála síðan yfir með þeirri málningu sem þú velur.

Geymsla á vörunni

Ef áætlað er að geyma vöruna í umbúðum einhvern tíma þá skal passa að hluti A og B séu í umhverfi með hitastig frá 5°C til 25°C og vel loftræstu svæði. Haldið frá hita og beinu sólarljósi. Passið að umbúðirnar séu vel lokaða.

Ábyrgð
Um Smart Wall Paint 10 ára ábyrgðina:
  • 10 ára ábyrgðin gildir einungis á milli upprunarlegs kaupanda og Callidus ehf.
  • Smart Wall Paint verður að vera sett upp innan við 6 mánaða frá kaupum.
  • Á ábyrgðartímanum, ábyrgjumst við að ekki komi sprungur í málninguna eða flagni ásamt upplitun á málningunni. Við tryggjum að ekki komi móða á málninguna eða að litir festist á henni, ef notaðir eru staðlaðir aukahlutir með töflunni.
  • Ábyrgðin virkjast ef tryggt er að við uppsetningu hafi verið farið eftir öllum þeim skrefum og leiðbeiningum sem Smarter Surfaces og Callidus ehf. gefa út með vörunni.
  • Ábyrgðin er ekki virk ef einhver ummerki sjást um að röng meðferð hafi átt sér stað.
  • Ábyrgðin tryggir inneign á útskiptingu vörunnar en ekki kostnað sem kemur til vegna uppsetningar eða aðra þátta í kringum útskiptinguna.

Horfa á leiðbeiningar

SMart magnetic paint

Hvernig set ég málninguna á?

Smart Magnetic Paint má setja á með málningarúllu eða pensli á hvaða yfirborð sem er. Þegar hún er orðin þurr, má mála yfir svæðið með Smart Wall Paint eða málningu af þínu vali.

Hvernig er best að nota töfluna?

Fyrir bestu nýtinguna mælum við með að nota Neodymium segla. 

Hefur þú áhuga á að bæta við tússtöflu eiginlega við Smart Magnetic Paint mælum við með Smart Wall Paint White eða Clear

Hver eru hentugustu yfirborðin?

Smart Magnetic Paint má setja á næstum öll yfirborð, svo framarlega sem þau eru eins slétt og hægt er. Fyrir bestu nýtinguna mælum við með að spartla í ójöfnur og göt á veggnum áður en Smart Wall Paint er sett á.

Við mælum með að nota Smart Primer grunn áður en málað er yfir Smart Magnetic Paint. Það hjálpar við að ná yfirborðinu sem sléttustu ásamt því að hjálpa til við að lýsa dökka litinn á málningunni.

Hvernig segla er best að nota?

Best er að nota Neodymium eða svokallaða „rare-earth magnets“

Athugið að við mælum ekki með að nota hefðbundna „eldhús“ segla á vörur frá Smarter Surfaces.

Horfa á leiðbeiningar

Smart Whiteboard wallcovering (Veggfóður)

Hvernig er best að setja veggfóðrið á?

Veggfóðrið er sambærilegt í uppsetningu og hefðbundið veggfóður. Við mælum þó með að einhver reynsla sé til staðar við þannig vinnu áður en farið er af stað ásamt því að leiðbeiningum sé fylgt. Þær má finna hér, ásamt myndbandi hér til hægri. 

Notast er við tilbúin veggfóðurs lím við uppsetningu og mælum við með að límið sé sett í málningarúllu sem er síðan rúllað yfir svæðið. 

Hægt er að setja veggfóðrið á yfirborðið bæði lárétt og lóðrétt. Við mælum með að setja það lárétt til þess að takmarka skil, ef sett er á stóran flöt. 

Er hægt að setja þetta á hvaða yfirborð sem er?

Smart Whiteboard Wallcovering er hannað fyrir slétt yfirborð. Hægt er að setja það á bogadregna veggi. Verið viss um að öll óhreinindi og ryk sé hreinsað af yfirborðinu áður en farið er af stað. Ef einhver raki er í yfirborðinu mælum við með að grunna það fyrst. 

Hvernig er best að nota töfluna?

Það er mjög einfalt! Notið Smart Wall Paint eins og hefðbundna tússtöflu. Skrifið og strokið út.

Allir staðlaðir aukahlutir fyrir tússtöflur virka líka fyrir Smart Wall Paint.

Hægt er að skoða notkunarleiðbeiningar á ensku hér.

Horfa á leiðbeiningar

Er þín spurning ekki hér? Sendu okkur skilaboð.