Umbyltu skrifstofurýminu með segulmagnaðri tússtöflumálningu

Kostir segulmagnaðra tússflata í skrifstofurými eru mýmargir og geta bætt vinnulag og flæði verkefna til muna. Hér að neðan er að finna nokkra þeirra. Sumir eru kannski augljósir á meðan þú hefur ekki velt öðrum fyrir þér áður.

Áætlanagerð

Án árangursríkrar áætlanagerðar getur fyrirtæki ekki borið sig til langframa. Til að ná árangri þurfa allir starfsmenn og stjórnendur að skilja mikilvægi þess að halda áætlun og þekkja mikilvægar dagsetningar. Segulmagnaður tússtöfluveggur passar fullkomlega í þetta verkefni. Hægt er að setja upp stórt miðlægt dagatal sem heldur utan um þær upplýsingar og daga sem hafa áhrif á fyrirtækið í heild – frídaga, starfsmannauppákomur, fræðsludagskrá og þess háttar. Hver og ein deild getur síðan sett upp sitt eigið verkefnadagatal og merkt verkefnið ábyrgðaraðila. Til dæmis; þann 21. mars á að senda út rafrænt boðskort á hóp af viðskiptavinum. Við hliðina á verkefninu er búið að festa mynd af Jónu með segli, hún ber ábyrgð á verkefninu. Hver og einn starfmaður hefur síðan flöt við sína starfsstöð til að halda utan um verkefnalistann sinn. Þetta er aðeins dæmi um hvernig hægt er að ná yfirsýn á verkefni fyrirtækisins til að halda áætlun – allt með segulmögnuðum tússflötum frá Smarter Surfaces.

Ótakmarkað pláss fyrir samvinnu

Oft eru starfsmenn fyrirtækja bundnir við skrifborðið sitt við að leysa verkefni sem skilvirkara væri að leysa í hópi. Segulmagnað tússtöflusvæði í fundarherbergi eða í opnu vinnurými geta veitt starfsmönnum það pláss sem þeir þurfa til dæmis í hugarflug eða til að leysa verkefni. Þegar stærðartakmörkun stílabóka eða hefðbundinna tússtafla er fjarlægð og allt rýmið er orðið vinnusvæði, er teymið aðeins takmarkað af hugarfluginu og niðurstaðan getur orðið frábær.

Umhverfisvænt

Mörg fyrirtæki eru farin að taka alvarlega sitt hlutverk í að vernda umhverfið og leggja sig fram um að lágmarka áhrif þess. Eitt af þeim vandamálum sem fyrirtæki þurfa að takast á við er notkun pappírs og sóun hans. Segulmagnaða tússtöflumálningin hefur hjálpað mörgum viðskiptavinum Smarter Surfaces að minnka pappírssóun. Þegar starfsmenn geta skrifað á fletina í kringum sig, nota þeir yfirleitt minni pappír. Fundarpunktar, verkefnalistar, tímalínur og fleira er hægt að skrifa á fletina. Síðan er hægt að taka mynd og senda á hlutaðeigandi aðila – einfalt!

Skjávarpasvæði

Fyrir utan að vera bæði segulmagnað og skrifanlegt er hægt að nýta segulmagnað tússtöflusvæði til að varpa efni á af skjávarpa. Venjulegir veggir geta stundum dregið úr gæðum efnisins sem varpað er upp, efnis sem er búið að leggja mikla vinnu í að setja saman. Segulmagnaða tússtöflumálningin tryggir að fókusinn er á efninu og gerir þér kleift að skrifa athugasemdir og teikna inn á efnið með því að nýta tússtöflueiginleika veggsins.