Fimm leiðir til að nota segulmögnuðu tússtöflumálninguna

Notkunarmöguleikar segulmögnuðu tússtöflumálningarinnar eru mjög margir og hér að neðan má sjá nokkrar sniðugar lausnir.

Þegar segulmagnaða málningin er notuð saman með marg-verðlaunuðu tússtöflumálningunni, Smart Whiteboard Paint, færð þú yfirborð sem er bæði áskrifanlegt og segulmagnað. Málningin kemur í hvítu og glæru, sem þýðir að þú getur búið til töflu í þeim lit sem hentar þér.

Skipulagssvæði

Margar skrifstofur hafa búið til heil fundarherbergi þar sem allir veggir eru þaktir segulmögnuðu tússtöflumálningunni. Þannig myndast svæði, án stærðartakmarkanna sem óhjákvæmilega fylgja hefðbundum tússtöflum, þar sem starfsfólk getur skipulagt vinnu í sameiningu og látið hugarflug njóta sín. Skissur, verkefnalistar og fleira getur verið sýnilegt öllum ásamt athugasemdum og nýjum hugmyndum. Auðvelt er síðan að taka mynd af svæðinu þegar verkefni er klárað og byrja síðan upp á nýtt.

Tilkynningatafla

Ein sú vinsælasta og mest notaða lausnin sem segulmagnaða tússtöflumálningin er notuð í er myndun tilkynningataflna. Það að hægt er að skrifa á svæðið þýðir að auðvelt er að bæta við athugasemdum, mikilvægum atburðum eða verkefnalistum. Segulmögnun yfirborðsins þýðir að auðvelt er að sýna bréf, bæklinga eða önnur mikilvæg skjöl.

Tímaáætlanir og dagatöl

Önnur einföld en áhrifarík lausn með segulmögnuðu tússtöflumálningunni er að búa til svæði fyrir dagtöl eða tímaáætlanir. Þetta er fullkomin lausn í hvaða umhverfi sem er, allt frá spítölum eða verksmiðjum til kennslu- eða skrifstofa. Þú getur haft svæðið eins stórt eða lítið og þú hefur þörf fyrir, og haft svæði í mörgum herbergjum á milli deilda. Nú þarf ekki að eyða tíma í að opna hin ýmsu skjöl til að finna upplýsingar, þú getur haft þær auðsjáanlegar á næsta vegg. Skjöl varðandi stöðu verkefna, verkefnaskrár og tímasetningu funda, sem og miðar á viðburðir, brottfararspjöld og þess háttar er hægt að festa með seglum á viðeigandi dagsetningu. Auðvelt er síðan að breyta og uppfæra dagatalið ef þarf.

Kennslustofur

Oft má sjá vísinda-, sögu- og landafræðiverkefni nemenda á veggjum kennslustofa. Segulmögnuð tússtafla gerir nemendum kleyft að sýna verkefni, hugarkort, teikningar og önnur verkefni á veggjum kennslustofunnar án þess að skilja eftir sig holur eða bletti sem teiknibólur og kennaratyggó gera óhjákvæmilega. Tússtöflumálningin, Smart Whiteboard Paint, gerir nemendur einnig kleyft að hafa yfirskrift hjá verkefnum sínum og merkja þau nafni sínu.

“War room”

Sumir af stærri viðskiptavinum okkar hafa notað segulmögnuðu tússmálningu okkar í “war rooms” til að auðvelda skipulag og gera starfsfólki kleyft að sjá fyrir sér stefnu og áætlanir. Svæðin sýna á einu plani skipulag og helstu liði áætlunar fyrirtækisins. Þetta er sérstaklega gagnlegt fyrir fyrirtæki sem nýta sér straumlínu stjórnun eftir aðferðarfræði LEAN.

Vonandi gefa þessar lausnir þér hugmyndir um hvernig þú gætir sem best nýtt þér segulmögnuðu tússmálninguna okkar í þínu rými. Þú getur séð ítarlegri upplýsingar um segulmögnuðu tússmálninguna okkar og hvernig má nota hana hér.