Hefðbundin tússtafla vs. tússtöflumálning

Skoða í vefverslun

Hefðbundin tússtafla vs. tússtöflumálning – hvor er betri? Til að svara þessari spurningu er best að bera þessar tvær lausnir saman og draga fram helstu þætti sem aðgreina þær.

verð

Það getur verið mjög dýrt fyrir fyrirtæki að útbúa vinnusvæði með hefbundnum töflum af þeirri stærðargráðu sem myndi skila því mestum árangri og samvinnu starfsmanna. Segulmögnuð tússtöflumálning frá Smarter Surfaces er hins vegar mun hagstæðari lausn en hefðbundar tússtöflur. Fermetraverðið er til dæmis ekki nema 10.995 kr þegar keypt er fyrir 6 fermetra svæði og fer niður í 5.999 krónur á fermeter þegar seglinum er sleppt.

Takmarkanir

Erfitt er að finna hefðbundnar tússtöflur, stærri en 5 fermetra, sem ekki þarf að sérpanta og sé svæðið orðið mjög stórt er líklegast orðið óraunhæft að vera með eina töflu eða orðið alltof kostnaðarsamt.  Með lausnum Smarter Surfaces er stærð ekki vandamál, með málningunni getur herbergið þess vegna allt verið tússtafla, veggirnir, hurðin, húsgögnin o.s.frv. Hægt er að fá tússtöflumálninguna fyrir 2, 6, 18 eða 34 fermetra – allt eftir hvað hentar. Einn 18 fermetra pakki gæti hentað fyrirtæki sem vantar níu tveggja fermetra töflur í fundarherbergi og opin vinnurými.

“Draugur”

Á sumum hvítum tússtöflum myndast svo kallaður draugur með tímanum, þ.e.a.s. að tússblekið myndar skýjaða bletti á töflunni. Þetta er algengt vandamál með töflur sem eru mikið notaðar og virka þær því skítugar. Stundum getur reynst erfitt að þrífa draugana af. Tússtöflumálning Smarter Surfaces kemur með 10 ára ábyrgð og bjóðum við líka upp á sérþróuð hreinsiefni sem ná jafnvel varanlegum merkipennum af.

Uppsetning

Þegar hefðbundanar tússtöflur eru settar upp þarf yfirleitt iðnaðarmann, eða að minnsta kosti handlaginn einstakling, til að festa töfluna vel á vegginn og passa að hún sé hornrétt. Hver sem er getur hins vegar sett upp tússtöflumálninguna frá Smarter Surfaces. Við erum með nákvæmar leiðbeiningar og myndbönd sem fara skref fyrir skref yfir hvernig setja skal vörurnar upp.

Förgun og umhverfisáhrif

Hefðbundar tússtöflur brotna ekki niður í náttúrunni. Það er nauðsynlegt að farga þeim þannig að þær fari í endurvinnslu til að lágmarka áhrifin á umhverfið. Tússtöflumálningin frá Smarter Surfaces er, ólíkt mörgum málningartegundum, er með lágt VOC sem þýðir að hún er laus við rokgjörn lífræn efni og ekki skaðleg umhverfinu. Þegar notkun töflunnar er hætt er einfaldlega málað yfir hana.

Útlit

Ásýnd er kannski þar sem helsti munurinn á hefðbundnum tússtöflum og tússtöflumálningunni frá Smarter Surfaces liggur. Málningin getur fallið fullkomlega inn í rými án þess að breyta ásýnd þess; á veggi, borð, hurðar og fleira. Ekki þarf neinn ramma og er málningin ekki bundin við ákveðið svæði eða lögun – hún getur verið hringur, óregluleg í lögun og á bogadregnum fleti eins og súlu. Hefðbundnar tússtöflur geta verið fyrirferðarmiklar og klunnalegar með ramma sem gerir ekkert til fegra rýmið.

Litur

Síðast en ekki síst er vert að bera saman litaafbrigðin sem í boði eru. Það eru til hefðbundnar tússtöflur sem eru ekki hvítar en þær eru yfirleitt litlar og ekki til í miklu úrvali. Tússtöflumálningin kemur hins vegar í hvítu og glæru, sem þýðir að hægt er að setja hana á vegg eða flöt í hvaða lit eða mynstri sem er, jafnvel á veggfóður. Glæra tússtöflumálningin býður því upp á endalausa útfærslumöguleika hvað varðar stærð og útlit tússtöflunnar.

Vonandi hjálpa þessi atriði að draga fram helsta muninn á milli hefðbundinna tússtafla og tússtöflumálningarinnar, Smart Whiteboard Paint, frá Smarter Surfaces.

Skoða í vefverslun