Fimm leiðir til að nota hvítu tússtöflumálninguna frá Smarter Surfaces

Okkur finnst alltaf gaman segja frá skemmtilegum leiðum til að nýta vörurnar okkar, þær bjóða jú upp á fjölmarga möguleika. Hvíta tússtöflumálningin okkar, Smart Whiteboard Paint, er verðlaunavara sem verðskuldar alla þá athygli sem hún hefur fengið. Okkur langar að deila fimm leiðum til að auðvelda verkefnin með henni.

Verkefnalistar

Hvítur tússflötur við skrifborðið í vinnunni eða heima er fullkominn staður til að hafa verkefnalistann á. Með því að hafa verkefnalistann sýnilegan á svæði sem er alltaf í augnhæð er maður síður líklegur til að missa fókus eða gleyma sér í verkefnum sem skipta minna máli. Fyrir marga getur líka skipt máli að verkefnalistinn sé sýnilegur öðrum, til þess að auka pressuna á sjálfan sig að klára verkefnin.

dagatal

Önnur skemmtileg leið til að nota tússtöflumálninguna er að búa til sameiginlegt dagatal. Dagatalið getur til dæmis verið fyrir minni eða stærri teymi á vinnustöðum, fyrir skólastofur eða heimili. Þar geta allir skrifað inn væntanlega viðburði og mikilvæga daga sem ekki má gleyma. Allir hafa þar með yfirsýn og minni hætta á að hlutir gleymist eða séu geymdir fram á síðustu stundu.

Hugarflugssvæði

Veggur sem hægt er að skrifa á getur reynst ómetanlegt vinnutól fyrir hugarflug í teymum. Ef allur veggurinn er málaður með Smart Whiteboard Paint geta margir verið að vinna við hann í einu og plássleysi síður vandamál. Ekki þarf lengur að hengja upp töflur heldur er hægt að nýta heilu veggina á vinnusvæðum, í fundarherbergjum eða í skólastofum.

Minnispunktar og skilaboð

Í höfuðstöðvum Smarter Surfaces eru öll skrifborð máluð með glæru tússtöflumálningunni. Glæra málningin breytir ásýnd borðanna ekki neitt. Borðin fá með þessu nýtt hlutverk, þau eru notuð til að skrifa niður minnispunkta og skilja eftir skilaboð. Með þessu spörum við óþarfa pappírsnotkun á vinnustaðnum.

Myndskreyting

Síðasta hugmyndin á listanum okkar er fengin að láni frá viðskiptavini Smarter Surfaces, PixelFederation. PixelFederation er leikjafyrirtæki sem notar hvítu tússfletina í fyrirtækinu til að teikna myndir og hanna karaktera og umhverfi fyrir leikina. Margir hönnuðir geta unnið saman að teikningunum sem hressa svo sannarlega upp á vinnurýmið.